Jólamarkaðurinn í Skógarlundi

Árlegur jólamarkaður miðstöðvar virkni og hæfingar við Skógarlund verður haldinn föstudaginn 29. nóvember frá kl. 13-15.30 og laugardaginn 30. nóvember frá kl. 10-16.

Þar verður til sölu ýmis skemmtilegur varningur sem unninn er af notendum þjónustunnar í Skógarlundi. Má þar nefna nytjalist úr leir og gleri, trévöru, jólakort, muni unna úr þæfðri ull og ýmislegt fleira.

Hægt er að greiða með debetkortum og eru allir velkomnir.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan