Ljósaganga gegn ofbeldi í dag

Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Í dag, mánudaginn 25. nóvember, kl. 17 verður farin ljósaganga frá Akureyrarkirkju að Ráðhústorgi. Gangan er í tilefni 16 daga átaks gegn ofbeldi og eru foreldrar  hvattir til að mæta ásamt börnum sínum og ganga gegn ofbeldi.

Í lok göngunnar bjóða Sambíóin, Norðurorka og VÍS göngufólki í bíó þar sem sýnd verður kvikmyndin Disconnect en myndin fjallar um netnotkun, klám og einelti. Athugið að myndin er bönnuð innan 12 ára. Um myndina segir m.a.: "Netið er veröld sem hefur orðið til á undanförnum 20 árum og þeir eru margir sem kunna ekki að fóta sig í hálum gildrunum sem þar eru spenntar á hverjum degi."

Frétt af akv.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan