Sigurvegarinn í Komdu norður leiknum

Hjördís Rut Sigurjónsdóttir.
Hjördís Rut Sigurjónsdóttir.

Dregið var á dögunum í Komdu norður leiknum á Visitakureyri.is þar sem tveggja daga draumaferð til Akureyrar fyrir tvo var í boði. Skráningar í leikinn voru um 2.500 og úr öllum þeim fjölda var dregið nafn Hjördísar Rutar Sigurjónsdóttur í Reykjavík. Í leiknum var spurt um það hversu langt væri liðið frá því Lystigarðurinn á Akureyri var formlega opnaður og rétt svar er 100 ár.

Hjördís Rut var að vonum glöð þegar haft var samband við hana en hún hafði verið á Akureyri í febrúar með alla fjölskylduna og líkað í alla staði frábærlega. Nú ætla þau hjónin að koma aftur norður tvö ein um miðjan apríl, skella sér á skíði, fara út að borða, í leikhús og njóta lífsins.

Í vinning var flug með Flugfélagi Íslands, gisting á Hótel KEA í tvær nætur, bílaleigubíll frá Bílaleigu Akureyrar, lyftumiðar og allur útbúnaður til skíðaiðkunar í Hlíðarfjalli, miðar á Gulleyjuna hjá Leikfélagi Akureyrar, miðar í Jarðböðin við Mývatn og út að borða í tvö kvöld, annars vegar hjá Strikinu og hins vegar hjá Kung Fu.

Við óskum Hjördísi Rut innilega til hamingju með vinninginn og treystum að þau hjónin njóti dvalarinnar á Akureyri.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan