Sjálfræði og aldraðir

Guðmundur Heiðar Frímannsson.
Guðmundur Heiðar Frímannsson.

Þriðja málstofa Öldrunarheimila Akureyrar á 50 ára afmælisári Hlíðar verður haldin í samkomusalnum í Hlíð mánudaginn 26. mars kl. 12.45. Að þessu sinni fjallar Guðmundur Heiðar Frímannsson prófessor við Háskólann á Akureyri um Sjálfræði og aldraða. Hvað er sjálfræði og hvers virði er það? Missir fólk sjálfræðið þegar það eldist og þarf þjónustu?

Hér er á ferðinni spennandi fyrirlestur og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan