Góðir grannar í heimsókn

Hlíðarfjall - lyfta
Hlíðarfjall - lyfta

Núna um helgina kemur hópur Færeyinga í skíðafrí til Akureyrar í beinu flugi. Er þetta þriðja árið í röð sem boðið er upp á slíkar ferðir frá Færeyjum. Uppselt er í ferðina og koma því um 98 farþegar í þetta sinn, sem dvelja hér í 4 daga.  Förinni frá Færeyjum seinkaði dálítið í morgun vegna vélarbilunar og lendir vélin því ekki fyrr en síðdegis í dag.

Allir eru búnir að kaupa sér skíðakort og er stefnt á að fara með hópinn upp í fjall í dag og verður því lengri opnun í fjallinu í kvöld eða til kl. 20.00.   

Hægt er að skoða nánari upplýsingar um skíðaferðina á tur.fo

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan