Mottuboðið 2012

Allir eru velkomnir!
Allir eru velkomnir!

Fimmtudaginn 29. mars nk. stendur Klúbbur matreiðslumeistara á Norðurlandi, í samstarfi við Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis, að Mottuboði í menningarhúsinu Hofi kl. 20.00. Tilgangur Mottuboðsins er að vekja athygli á krabbameini karla, stuðla að forvörnum og styrkja starf Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Við innganginn verður Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis með kynningu á starfsemi sinni og fræðslu um krabbamein og krabbameinsleit.

Léttar veitingar verða í boði frá meðlimum í Klúbbi matreiðslumeistara á Norðurlandi, í samstarfi við fjölmarga birgja og veitingastaði á Norðurlandi. Skemmtiatriði verða fjölmörg og má þar m.a. nefna Karlakór Akureyrar–Geysi, Hund í óskilum, þjóðþekkta hagyrðinga og uppboð Sigga Gumm á listmunum norðlenskra listamanna. Veislustjóri verður Sigurvin „fíllinn“ Jónsson.

Allir birgjar, matreiðslumenn, listamenn og aðrir styrkja málefnið með vinnu sinni og vörum.

Miðaverð aðeins 1.500 kr. og rennur óskipt til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.

Miðasala er hafin í Hofi og á netinu http://www.menningarhus.is/news/mottubodid-2012/.

Viðburðurinn á facebook http://www.facebook.com/events/316210771771328/.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan