Bíó Paradís í samstarfi við KvikYndi (Kvikmyndaklúbb Akureyrar) sýnir kvikmyndir á breiðtjaldi í bestu mögulegu
hljómgæðum og færa þannig andrúmsloft kvikmyndanna í Hof. Í kvöld, 22. febrúar kl. 20, verður kvikmyndin Superclásico
(Erkifjendur) sýnd en þessi eldfjöruga rómantíska kómedía frá leikstjóra Flammen og Citronen sló rækilega í gegn
í Danmörku fyrr á árinu og var nýlega valin framlag Danmerkur til Óskarsverðlaunanna.
Í myndinni segir af vínbúðareigandanum Christian sem er afar óhress með yfirvofandi brúðkaup fyrrverandi konu sinnar Önnu og hins
heimsfræga og alræmda knattspyrnukappa Juan Diaz. Eftir að hafa fundið kjarkinn á botni eðalvínflösku ákveður Christian að halda til
Argentínu, stöðva brúðkaupið og vinna Önnu sína aftur. Myndin er frá 2011 og leikstjóri er Ole Christan Madsen. Með aðalhlutverk fara
Anders W. Berthelsen, Paprika Steen, Jamie Morton og Sebastian Estevanez.