Ég sé Akureyri - atvinnulífið

Konur við heyskap. Mynd: Minjasafnið á Akureyri.
Konur við heyskap. Mynd: Minjasafnið á Akureyri.

Fyrsti sjónvarpsþátturinn af tíu sem gerður er í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar verður sýndur á sjónvarpsstöðinni N4 kl. 18.30 í kvöld og fjallar um atvinnulífið í bænum eins og það var, er og getur orðið. Þáttaröðin verður sýnd síðasta þriðjudag hvers mánaðar kl. 18.30.

Meðal annars er kastljósinu beint að þeirri ótrúlegu breytingu sem orðið hefur á atvinnulífi bæjarins frá því að vera sjálfbær iðnaðarbær, yfir í að vera bær sem státar af mjög fjölbreyttu atvinnulífi þar sem stórt hlutfall bæjarbúa starfar í fyrirtækjum sem hafa á að skipa færri en fimm starfsmönnum. En að auki eru í bænum stórir vinnustaðir sem tengjast sjávarútvegi, landbúnaði, opinberri stjórnsýslu, heilbrigðisþjónustu, menntun og þjónustu.

Akureyringar á öllum aldri segja með léttleikandi hætti frá málefni hvers þáttar. Næstu þættir fjalla m.a. um daglegt líf, menntun, heilbrigðisþjónustu og íþróttir. Þættirnir eru skreyttir með skemmtilegum myndum úr sögu Akureyrar, m.a. frá Minjasafninu á Akureyri.

Heiti þáttanna, Ég sé Akureyri, er sótt í titil lagsins sem Bjarni Hafþór Helgason hefur samið og gefur út í tilefni 150 ára afmælis bæjarins.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan