Afmælisterta Akureyrar

Andrés Magnússon með afmælistertuna.
Andrés Magnússon með afmælistertuna.

Í morgun kynnti bakarameistarinn Andrés Magnússon í Bakaríinu við brúna til sögunnar afmælistertu Akureyrar, skreytta með afmælismerkinu en tertan verður á boðstólum í bakaríinu út árið og jafnvel lengur. Afmælisnefndin fékk við þetta tækifæri að bragða á tertunni og taldi hana afar ljúffenga og einkar saðsama. Bakaríið við brúna er fyrsta fyrirtækið á Akureyri sem nýtir sér 150 ára afmælismerkið á framleiðslu sína en eflaust munu fleiri fylgja í kjölfarið.

Bakaríið við brúna er fyrsta fyrirtækið á Akureyri sem nýtir sér 150 ára afmælismerkið á framleiðslu sína en eflaust munu fleiri fylgja í kjölfarið. Þeir sem hyggjast nota afmælismerkið á framleiðsluvörur sínar verða að leita samþykkis með því að senda tölvupóst á Sigríði Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra afmælisársins, sigridur@akureyri.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan