Atvinnu- og nýsköpunarhelgin fer fram á Akureyri helgina 24. til 26. febrúar. Viðburðurinn er haldinn er í þeim tilgangi að hjálpa
einstaklingum að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Að helginni standa Innovit nýsköpunar- og frumkvöðlasetur og Landsbankinn í samstarfi
við Akureyrarbæ. Eins styðja fjölmörg fyrirtæki af svæðinu rausnarlega við viðburðinn. Kynningafundur verður haldinn í
útibúi Landsbankans við Ráðhústorg þriðjudaginn 21. febrúar kl. 8.30-9.00. Á fundinum verður markmið og fyrirkomulag
helgarinnar kynnt einnig mun framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar kynna nýjar áherslur og framtíðarsýn
félagsins. Að auki mun frumkvöðull segja frá reynslu sinni af þátttöku á Atvinnu- og nýsköpunarhelgi.
Atvinnu- og nýsköpunarhelgin er opin fyrir alla, fyrir þá sem eru með viðskiptahugmynd og þá sem hafa áhuga á að leggja sitt að
mörkum við að fullmóta viðskiptahugmynd annarra. Sérfræðingar Landsbankans og Innovits munu veita ráðgjöf sem og fjöldi
frumkvöðla og annarra sérfræðinga.
Verðlaun og viðurkenningar verða veittar fyrir bestu hugmyndirnar í nokkrum flokkum, alls nema heildarverðlaun helgarinnar 1.500.000 króna. Í framhaldi geta
þátttakendur haldið áfram að þróa viðskiptahugmyndir sínar og fengið til þess ráðgjöf frá Innovit og Landsbankanum
með það að markmiði að sem flestar viðskiptahugmyndir verði að veruleika.
Þetta er í annað sinn sem að Atvinnu- og nýsköpunarhelgi er haldin á Akureyri. Í apríl árið 2011 mættu yfir 70 manns og
voru kynntar 27 viðskiptahugmyndir. Sigurvegari helgarinnar var viðskiptahugmyndin Arctic Ocean World, uppbygging á einstökum sjávardýragarði á
Akureyri.
Viðburðurinn fer fram í aðalsal Háskólans á Akureyri, Sólborg Norðurslóð 2.
Enginn kostnaður fylgir þátttöku. Dagskrá og nánari upplýsingar um viðburðinn má finna HÉR.
Frétt af www.anh.is.