Föstudagsfreistingar í Ketilhúsinu

Kristín Lárusdóttir.
Kristín Lárusdóttir.

Föstudaginn 2. mars kl. 12 verða Föstudagsfreistingar Tónlistarfélags Akureyrar í Ketilhúsinu. Þetta eru hádegistónleikar og er boðið upp á súpu, brauð og kaffi frá Goya Tapas á meðan hlýtt er á tónlist úr ýmsum áttum. Að þessu sinni flytja Kristín Lárusdóttir sellóleikari og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari efnisskrá sína „Klassík – dægurlög – tangó“.

Kristín Lárusdóttir er klassískt menntaður sellóleikari. hún hefur að auki menntað sig í barokk tónlist, gömbuleik og djassi. Kristín hefur spilað með Íslensku Óperunni og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Kristín er meðlimur og stofnandi Fimm í tangó og Barokkhópsins CUSTOS.

Alda Sigurðardóttir lauk einleikaraprófi undir handleiðslu Önnu Þorgrímsdóttur. Hún lauk Artist Diploma við Indiana University - Jacobs School of Music í Bloomington þar sem hún stundaði nám hjá Reiko Neriki, fyrrverandi nemanda Georgy Sebök. Ástríður hefur víða komið fram á tónleikum, ýmist sem einleikari eða með öðrum tónlistarmönnum. Ástríður er meðlimur í kammerhópnum Elektra Ensemble og tangósveitinni Fimm í tangó. Á síðasta ári gaf Ástríður út sólóplötuna CHOPIN sem inniheldur fjórar ballöður tónskáldsins auk sónötunnar í b-moll.

Aðgangseyrir er 2.000 kr. en 1.500 fyrir eldri borgara. Ekki er tekið við greiðslukortum. Tónlistarfélag Akureyrar heldur Föstudagsfreistingar í samstarfi við Sjónlistamiðstöðina í Ketilhúsinu og Goya Tapas.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan