Stærsta hæfileikakeppni heims teygir nú anga sína til Íslands og verða fulltrúar hennar á Akureyri í næstu viku í leit að
hæfileikaríku fólki. Áheyrnarprufur fara fram í Rósenborg sunnudaginn 6. október og hefjast kl. 10. Það er Stöð 2 með Auðun
Blöndal í broddi fylkingar sem stendur fyrir keppninni. Leitað er að fólki á öllum aldri til að taka þátt í "Ísland Got Talent"
og verðlaunin fyrir siguratriðið eru sannarlega glæsileg eða heilar 10 milljónir króna.
Dómarar þáttarins eru Bubbi Morthens, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Jón Jónsson og Þórunn Antonía
Magnúsdóttir. Skráning og nánari upplýsingar eru á heimasíðunni stod2.is/talent.