Þekkir þú möguleikana?

Pörin í óvissuferðinni.
Pörin í óvissuferðinni.

Akureyri og Eyjafjörður búa yfir ótrúlegum möguleikum til skemmtunar, útivistar og afþreyingar. Heimamenn þekkja yfirleitt nokkuð vel það helsta sem er á boðstólum en ef upplýsingar vantar þá geta þeir til dæmis kynnt sér viðburðadagatalið á heimasíðunni Visitakureyri.is og skoðað þar upplýsingar um ýmislegt áhugavert sem er á döfinni í bænum. En lengi má manninn reyna og líklegt verður að teljast að margt það sem fyrir augu ber í nýjum þáttum sjónvarpsstöðvarinnar N4, Óvissuferð í Eyjafirði, eigi eftir að koma jafnvel heimamönnum á óvart.

Í fyrsta þætti af fjórum eru þrjú akureyrsk pör fengin til að keppa sín á milli í ýmsum þrautum og fara m.a. í Hlíðarfjall. Fjórir af sex þátttakendum höfðu ekki farið á skíði í Hlíðarfjalli síðan í barnæsku og einn hafði hreinlega aldrei stigið á skíði. Eftir heimsókn í fjallið langaði alla að fara fljótt aftur og höfðu á orði að það væri ótrúlegt að þau nýttu sér ekki betur þessa perlu við bæjardyrnar.

Kynningarstikla fyrir þáttinn.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan