Sérfræðingar að sunnan

Hljómsveitin kimono.
Hljómsveitin kimono.

Tónleikaröðin "Sérfræðingar að Sunnan!" hefur göngu sína fimmtudaginn 26. september með tónleikum hljómsveitarinnar kimono í Hofi. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og sér eyfirska hljómsveitin Buxnaskjónar um upphitun. Tónleikar í röðinni verða haldnir mánaðarlega fram að áramótum og er tilgangurinn að spyrða saman norðlensku og sunnlensku tónlistarlífi og búa til öflugan grundvöll að frekari samvinnu milli íslensks tónlistarfólks.

Miðaverð er 2.000 kr. en námsmenn fá 25% afslátt. Miðasala fer fram á heimasíðu Hofs, www.menningarhus.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan