Bleikt Ráðhús.
Krabbameinsfélag Íslands og svæðafélög þess hafa á síðustu árum notað októbermánuð til að vekja athygli
á baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Það hefur m.a. verið gert með því að baða hinar ýmsu byggingar í bleiku ljósi.
Líkt og mörg hin seinni ár verður Ráðhúsið við Geislagötu lýst upp með þessum hætti og einnig Samkomuhúsið,
Landsbankinn og Menningarhúsið Hof.
Ánægjulegt væri ef fleiri sæju sér fært að taka þátt í átakinu með þessum hætti, hvort heldur sem er
fyrirtæki, stofnanir eða einstaklingar. Hægt er að nálgast bleikar ljósafilmur án endurgjalds hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og
nágrennis. Áhugasamir hafi samband við Þorbjörgu Ingvadóttur framkvæmdastjóra félagsins í síma 862 2457, netfang: kaon@simnet.is.