Grímseyjardagar verða haldnir öðru sinni um næstu helgi, 1.-3. júní í einstakri veðurblíðu ef spár ganga eftir. Boðið
verður upp á fjölbreytta dagskrá sem byggist á grímseyskum hefðum. Farið verður í kríueggjaleit, ratleiki, siglingar og fleira. Vanir
menn síga í björg og sækja egg. Formlegri dagskrá lýkur síðan með glæsilegu sjávarréttahlaðborði í
félagsheimilinu Múla að kvöldi laugardagsins.
Í tengslum við viðburðinn hefur verið bætt við áætlun flugs til og frá Grímsey. Brottfarir frá Akureyri verða alla dagana kl.
13.00.
Nánari upplýsingar um dagskrá Grímseyjardaga, ferjusiglingar og fleira er að finna HÉR.
Sjá einnig: http://www.grimsey.is/.