Akstursíþróttasvæðið vígt

Nýtt akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar við Hlíðarfjallsveg var formlega vígt á sunnudag. Þá var einnig opnað nýtt félagsheimili klúbbsins. Þetta er stór áfangi í sögu félagsins sem og akstursíþrótta á Íslandi. Unnið hefur verið að undirbúningi þessa í áratugi og áfram verður unnið að því að gera svæðið að því besta sinnar tegundar hérlendis.

Kristján Þ. Kristinsson, formaður bílaklúbbsins, hélt ávarp við vígsluna.

Meðfylgjandi mynd er af heimasíðu Bílaklúbbs Akureyrar en á henni eru talið frá vinstri: Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, Kristján Þ. Kristinsson, formaður bílaklúbbsins, og Oddur Helgi Halldórsson formaður bæjarráðs.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan