Aðstandendur kvöldanna kenna sig við Gilitrutt.
"Orðið núorðið" er yfirskrift ljóðakvölda sem haldin verða á næstunni í Deiglunni en fyrsta ljóðakvöldið
verður á hvítasunnudag 27. maí. Fram koma Sveinn Dúa Hjörleifsson, J. Vala Höskuldsdóttir og Gréta Kristín Ómarsdóttir.
Heiðursgestir koma úr Hása Kisa, ljóðaklúbbi frá Fljótsdalshéraði, en hann skipa Ásgrímur Ingi Arngrímsson, Hrafnkell
Lárusson, Ingunn Snædal og Stefán Bogi Sveinsson.
Húsið opnar klukkan 20 og það er frítt inn. Gestir eru hvattir til að hafa með sér nesti. Hin kvöldin í röðinni verða
auglýst síðar.