Söguganga um miðbæinn

Mynd: Minjasafnið á Akureyri.
Mynd: Minjasafnið á Akureyri.

Fimmtudagskvöldið 31. maí kl. 20 verður farin sérstök söguganga um miðbæ Akureyrar í tilefni 150 ára afmælis bæjarins. Þetta er fyrsta gangan af fimm þar sem gengið er undir leiðsögn þátttakendum að kostnaðarlausu. Göngustjórar í sögugöngunni verða Jón Hjaltason sagnfræðingur og Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri.

Lagt verður upp frá Kaupfélagshorninu og gengin dágóð krókaleið út á Ráðhústorg.

Aðrar göngur í júni eru þessar:

7. júní: Nonnaganga
14. júní: Hríseyjarganga
21. júní: Glerárþorpsganga
28. júní: Ganga um Naustaborgir

Það eru afmælisnefnd Akureyrarbæjar og Minjasafnið á Akureyri sem bjóða upp á þessar forvitnilegu gönguferðir um bæinn í tilefni stórafmælisins. Hver ganga verður nánast auglýst síðar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan