Hrífur, minjagripir og hvannarte

Rjúpur sem minjagripir frá Hrísey.
Rjúpur sem minjagripir frá Hrísey.

Bjarni Thorarensen, vélvirkjunarmeistari í Hrísey, rekur amboðasmiðjuna Hrísiðn nærri höfninni og framleiðir þar ýmislegt með sínum hætti. Um margra ára skeið hefur hann smíðað hrífur sem flestir Íslendingar ættu að þekkja en framleiðir einnig minjagripi fyrir Hrísey og nú síðast er hann farinn að vinna lyf, krydd og te úr hvönn.

Margar af þeim vélum sem Bjarni notar við framleiðsluna hefur hann hannað og smíðað sjálfur. Nú er í undirbúningi að stækka húsnæði Hrísiðnar til að geta staðið betur að vinnu með hvönnina og einnig er ætlunin að opna litla minjagripasölu.

Meðfylgjandi myndir tók Ragnar Hólm í Hrísey í gær.

      Vél í Hrísiðn. Fíflar við veginn. Niður á baðströnd Hríseyjar. Grobbinn hani í Hrísey. Fuglaskoðunarhús í Hrísey. Reiðhjól eru góðir fararskjótar í Hrísey. Hámundarstaðir í Hrísey. Orkulindin í Hrísey. Þorpið í Hrísey.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan