Mynd: Auðunn Níelsson.
Góð snjóalög eru nú á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli og gott skíðafæri. Veðurspá næstu
daga gerir ráð fyrir fremur björtu en svölu veðri og því hefur verið ákveðið að framlengja opnun svæðisins til sunnudagsins 29.
apríl.
Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, segir að aðstæður séu nú með allra besta móti og hafi
varla verið jafn góðar síðan í febrúar. Skíðaveturinn hefur verið nokkuð sveiflukenndur fyrir norðan en honum virðist sannarlega
ætla að ljúka á jákvæðu nótunum.
Skíðasvæðið verður opið frá kl. 14-19 á fimmtudag og föstudag en frá 9-15 á laugardag og sunnudag. Góða skemmtun!
Heimasíða Hlíðarfjalls.