Friðrik Ómar.
Evróvisjón á Akureyri fer alla leið þann 5. maí. Uppselt er á tónleikana kl. 18 og aukatónleikar kl. 21 sama kvöld eru komnir
í sölu.
“Þetta verður tólf stiga Evróvisjónpartý með lögum frá 1956 til dagsins í dag ásamt íslenska framlaginu
í ár,” segja þau Friðrik Ómar og Regína Ósk sem stíga á stokk með SN og TA á laugardaginn ásamt þeim Gretu
Salóme og Jónsa. Greta og Jónsi eru hæstánægð með að fá tækifæri til flytja lagið sitt í Hofi. “Þetta er
frábær æfing fyrir Aserbajdjan" segir Greta, "það er ekki hægt að klikka á þessu með 45 manna sinfóníuhljómsveit, 20 manna
kór auk bakradda. Við hlökkum rosalega til.”
Á efnisskránni eru m.a. lögin: Save your kisses for me, Eitt lag enn, Waterloo, Hallelujah, Fly on the wings of love, All kinds of everything, Wild Dances, Nína, La det
swinge, Gleðibankinn, Fairytale og Mundu eftir mér.
Miðasala á http://www.menningarhus.is/ og í síma 450 1000.