Það verður mikið um dýrðir þann 5. maí í Hofi þegar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í samstarfi við
Tónlistarskólann á Akureyri flytur lög sem keppt hafa í Evróvisjón frá 1956 til dagsins í dag. Gamla, góða
Evróvisjónstemningin mun svo sannarlega ráða ríkjum þegar lifandi sinfóníuhljómsveit undir stjórn Guðmundar Óla
Gunnarssonar ásamt kór, bakröddum og frábærum söngvurum stígur á stokk. Þau Regína Ósk og Friðrik Ómar ganga til
liðs við SN og heiðursgestir tónleikanna, Greta Salóme og Jónsi, flytja lagið “Mundu eftir mér” sem mun keppa fyrir Íslands hönd
í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva nú í maí íBaku, Aserbaídsjan.
Tónleikarnir eru frábært tækifæri til að upplifa lifandi flutning á sígildum Evróvisjónslaögurum.
Á efnisskránni eru m.a. lögin: Save your kisses for me, Eitt lag enn, Waterloo, Hallelujah, Fly on the wings of love, Eldur, Wild Dances, Nína, La det swinge,
Gleðibankinn, Fairytale og Mundu eftir mér.
Miðasala hér.