Háskólinn á Akureyri.
Ráðstefnan Íslensk þjóðfélagsfræði 2012 verður haldin í Háskólanum á Akureyri föstudaginn 20. og
laugardaginn 21. apríl nk. Í ár verður ráðstefnan haldin í sjötta sinn og mun hún verða tileinkuð 25 ára afmæli
háskólans.
Markmið ráðstefnunnar er að draga saman nýjustu rannsóknarniðurstöður fjölbreyttra rannsókna á íslensku
þjóðfélagi og munu 143 háskólakennarar, sérfræðingar við rannsóknarstofnanir, sjálfstætt starfandi
rannsóknafólk, háskólanemar og annað rannsóknafólk leggja til erindi sem verður flutt á ráðstefnunni.
Á ráðstefnunni verða 25 málstofur:
Atvinna og klasar
Áhættuhegðun unglinga
Búseta og umhverfi
Fjárhagur og velferð
Framhaldsskólar
Framtíð fjölmiðla
Fjölbreytileiki
Fjölskyldur
Geðheilbrigði
Heilbrigði og líðan
Íþróttir og hreyfing
Kynbundinn vinnumarkaður
Leik- og grunnskólar
Líkamsímyndir
Menntastefna
Nám og námsaðferðir
Ofbeldi og úrræði
Opinber þjónusta: Samhæfing og ný skipan
Samfélagið á safni
Sjávarútvegur og sjávarbyggðir
Starf með ungmennum
Stjórnmál, hrun og kreppa
Stjórnskipan Íslands
Sveitastjórnir: Hagkvæmni, lýðræði og vald
Þjóð verður til
Inngangsfyrirlestar verða fluttir af:
- Guðmundi Heiðari Frímannssyni - Akademískt frelsi og samfélagslegar skyldur háskóla
- Magnfríði Júlíusdóttur - Í skugga Noregsfara: Búferlaflutningar frá Íslandi til Danmerkur og Noregs
- Baldri Þórhallssyni - Mikilvægi alþjóðasamskipta í sögu þjóðar: Veitti norska sjóveldið á miðöldum
Íslandi pólitískt, efnahags- og menningarleg skjól?
- Birgi Guðmundssyni - Fjölmiðlabærinn Akureyri - einkenni sem enginn þekkir?
Hægt er að skoða dagskrá ráðstefnunnar með því að smella hér.