Landsmót skólalúðrasveita

Helgina 27. – 29. apríl stendur Samband íslenskra skólalúðrasveita í samvinnu við Tónlistarskólann á Akureyri fyrir landsmóti á Akureyri. Um 600 nemendur af öllu landinu hafa tilkynnt þátttöku. Foreldrafélag Blásaranemenda við Tónlistarskólann á Akureyri hefur borið hitann og þungann af öllum undirbúningi á Akureyri.

Mótið fer fram að stærstum hluta í íþróttahúsi KA en þátttakendur munu gista og borða í Lundarskóla og Brekkuskóla. Mótinu lýkur með tónleikum sunnudaginn 29. apríl kl. 13 í KA húsinu.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan