Frönsk kvikmyndahátíð á Akureyri

Listamaðurinn er ein af myndum hátíðarinnar.
Listamaðurinn er ein af myndum hátíðarinnar.

Alliance française í Reykjavík, sendiráð Frakklands á Íslandi og Græna ljósið kynna Franska kvikmyndahátíð sem verður haldin í 12. sinn dagana 27. janúar til 9. febrúar í Háskólabíói í Reykjavík og 17. til 20. febrúar í Borgarbíói á Akureyri.

Franska kvikmyndahátíðin er annar stærsti kvikmyndaviðburður Íslands, næst á eftir Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Árlega sækja um 10.000 gestir frönsku kvikmyndahátíðina sem er fyrsti stóri menningarviðburður ársins í Reykjavík. Það er Alliance française í Reykjavík sem skipuleggur hátíðina í samvinnu við Græna ljósið, Institut français og sendiráð Frakklands á Íslandi. Eins og verið hefur er fjölbreytnin í fyrirrúmi á franskri kvikmyndahátið og það breytist ekki í ár. Sýndar verða ýmsar tegundir gæðakvikmynda frá Frakklandi, auk mynda frá frönskumælandi svæðum utan Frakklands, s.s. Québec og Tchad. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á kvikmyndir eftir kvenleikstjóra.

Þetta er í þriðja sinn sem Franska kvikmyndahátíðin teygir anga sína til Akureyrar og að þessu sinni verða fleiri myndir sýndar norðan heiða en áður hefur verið.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan