Öldrunarheimilið Hlíð.
Líkt og Akureyrarkaupstaður, Lystigarðurinn, Minjasafnið og Háskólinn á Akureyri, á dvalar- og hjúkrunarheimilið Hlíð
á stórafmæli á þessu ári. Heimilið var vígt á 100 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar 29. ágúst 1962 og er
því 50 ára.
Af því tilefni verður haldin málstofa síðasta mánudag hvers mánaðar kl. 12.15-12.45 í samkomusalnum í Hlíð. Fengnir
verða fyrirlesarar úr ólíkum áttum til þess að fjalla um athyglisverð málefni sem varða efri árin.
Hrefna Brynja Gísladóttir iðjuþjálfi á Öldrunarheimilum Akureyrar ríður á vaðið mánudaginn 30. janúar nk. og
segir frá Eden-hugmyndafræðinni sem unnið er eftir á öldrunarheimilunum. Allir eru velkomnir.