Einleikstónleikar Víkings Heiðars

Víkingur Heiðar Ólafsson.
Víkingur Heiðar Ólafsson.
Einleikstónleikar píanóvirtúósins Víkings Heiðars Ólafssonar verða haldnir í aðalsal Hofs, Hamraborg, sunnudaginn 5. febrúar kl. 15. Á tónleikunum frumflytur Víkingur Heiðar sex píanólög eftir Jón Hlöðver Áskelsson. Einnig flytur hann úrval glæsilegra einleiksverka og eigin útsetningar á íslenskum sönglögum eftir Pál Ísólfsson, Sigvalda Kaldalóns og fleiri höfunda.
 
Sjá umfjöllun N4 um tónleikana.
 
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan