Föstudagsfreistingar með Þórarni

Þórarinn Stefánsson.
Þórarinn Stefánsson.

Föstudaginn 3. febrúar kl. 12 verður boðið upp á föstudagsfreistingar með Þórarni Stefánssyni í Ketilhúsinu. Um er að ræða hádegistónleika þar sem boðið er upp á súpu, brauð og kaffi frá Goya Tapas gegn vægu gjaldi á meðan hlýtt er á Þórarinn leika píanóverk eftir Snorra Sigfús Birgisson og Kolbein Bjarnason.

Þórarinn Stefánsson lauk kennara- og einleikararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1987 undir handleiðslu Halldórs Haraldssonar. Í kjölfarið fylgdi framhaldsnám í Hannover í Þýskalandi hjá prófessor Eriku Haase. Þórarinn hefur komið fram á fjölda tónleika víða um Evrópu sem einleikari og meðleikari með söngvurum og hljóðfæraleikrurum. Þórarinn hefur gert upptökur fyrir sjónvarp og útvarp, m.a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Árið 2007 hlaut Þórarinn starfslaun listamanna.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan