Aaron Walker
Á síðasta ári lýstu Akureyri og Denver vilja til að taka upp vinabæjarsamband á sviði menningar, menntunar og viðskipta. Nú hefur
fyrsti menningarviðburðurinn verið skipulagður en Akureyrarstofa og Tónlistarskólinn á Akureyri hafa í samvinnu við Icelandair boðið Aaroni
Walker, gítarleikara frá Denver, til tónleikahalds og kennslu í Tónlistarskólann á Akureyri dagana 28. febrúar til 3. mars.
Aðaltónleikarnir verða á Græna Hattinum 28. febrúar og hefjast kl. 21. Aaroni til aðstoðar verða Hjörleifur Örn Jónsson,
Pétur Ingólfsson, Risto Laur ásamt Birni Thoroddsen. Aaron er þekktur í Denver bæði sem tónleikahaldari og tónlistarmaður. Tónlist
í anda Django Reinhardt er hans uppáhald og hefur hann leikið með mörgum nafntoguðum djangojazzleikurum. Það verður því sannkölluð
gítarveisla á Græna Hattinum fimmtudagskvöldið 28. febrúar.
Aaron Walker heimsækir Akureyringa í góðri samvinnu við Icelandair.

Björn Thoroddsen