Styrktu Krabbameinsfélagið

Inga Vestmann og Vilborg Jóhannsdóttir afhenda Friðriki Vagni Guðjónssyni lækni styrkinn sem hann ve…
Inga Vestmann og Vilborg Jóhannsdóttir afhenda Friðriki Vagni Guðjónssyni lækni styrkinn sem hann veitti viðtöku í forföllum Þorbjargar Ingvadóttur framkvæmdastjóra Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis fékk í gærkvöldi afhentan 900 þúsund króna styrk frá aðstandendum Dömulegra dekurdaga.

Dömulegir dekurdagar eru árlegur viðburður sem haldinn er um miðjan október og í fyrra hófst samstarf við Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis sem felst í því að skipuleggjendur framleiða handþrykkta taupoka sem seldir eru til styrktar félaginu.

Við afhendingu styrksins á Icelandair hótel í gærkvöldi komu fram þakkir til Dömulegra dekurdaga, þátttakanda og skipuleggjenda, fyrir að leggja Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis lið og ítrekað var hversu mikilvægt það er að njóta slíkrar velvildar enda er félagið ekki á föstum fjárlögum en þörfin fyrir starf þess er klárlega til staðar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan