Blysför á Þorláksmessu

Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Árleg blysför í þágu friðar verður farin frá Samkomuhúsinu á Akureyri kl. 20 á Þorláksmessu. Ávarp flytur Ragnar Elías Ólafsson Þveræingagoði og Gefjunarfélagar kveða rímur. Blysförin er farin gegn stríði í heiminum en víða er nú róstusamt og íbúar margra landa búa við stríðsástand.

Í fréttatilkynningu frá "Friðarframtaki" sem stendur að blysförinni segir:

"Stríðin eru heimshörmung. Nýju stríðin tengjast efnahagslegum hagsmunum og ójöfnuði. Í Bosníu, Kosovo, Afganistan, Írak, Palestínu, Líbíu og Sýrlandi. Þessi stríð tengjast lika endalausum vestrænum íhlutunum undir merkjum mannréttinda og mannúðar en snúast í raun um olíu, vopnaframleiðslu, auðlindir og átök stórvelda um áhrifasvæði. Ísland ber líka sína ábyrgð. Krafan er um frið og að Ísland eigi enga aðild að stríði né hernámi."

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan