Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
Árleg blysför í þágu friðar verður farin frá Samkomuhúsinu á Akureyri kl. 20 á Þorláksmessu. Ávarp flytur
Ragnar Elías Ólafsson Þveræingagoði og Gefjunarfélagar kveða rímur. Blysförin er farin gegn stríði í heiminum en víða
er nú róstusamt og íbúar margra landa búa við stríðsástand.
Í fréttatilkynningu frá "Friðarframtaki" sem stendur að blysförinni segir:
"Stríðin eru heimshörmung. Nýju stríðin tengjast efnahagslegum hagsmunum og ójöfnuði. Í Bosníu, Kosovo, Afganistan, Írak,
Palestínu, Líbíu og Sýrlandi. Þessi stríð tengjast lika endalausum vestrænum íhlutunum undir merkjum mannréttinda og
mannúðar en snúast í raun um olíu, vopnaframleiðslu, auðlindir og átök stórvelda um áhrifasvæði. Ísland ber
líka sína ábyrgð. Krafan er um frið og að Ísland eigi enga aðild að stríði né hernámi."