Nýverið var úthlutað styrkjum úr Vaxtarsamningi Eyjafjarðar til átta verkefna. Heildarupphæð úthlutunarinnar nam 19 milljónum
króna. Þetta er síðasta úthlutun ársins, en alls hafa verið veitt styrkloforð til 17 verkefna á árinu upp á samtals 48.550.000
krónur.
Þau verkefni sem hlutu vilyrði um styrk að þessu sinni eru:
Vetrarparadís Norðurlands: 3.500.000,- krónur. Forsvarsaðili: Markaðsstofa Norðurlands. Samstarfsaðilar: N4 framleiðsla og N4
sjónvarp. Aðild að Markaðsstofunni eiga jafnframt 19 sveitarfélög á Norðurlandi auk tengdra aðila á vegum þeirra og 130
einkafyrirtæki. Verkefnisstjóri: Arnheiður Jóhannsdóttir. Markmið verkefnisins er framleiða kynningarefni/kvikmyndir fyrir ferðaþjónustu
á Norðurlandi með áherslu á veturinn.
Snarpur: 3.100.000,- krónur. Forsvarsaðili: Páll Tryggvason ehf. Samstarfsaðilar: Stefna ehf., Aseba á Íslandi sf. og
Sjúkrahúsið á Akureyri. Verkefnisstjóri: Orri Gautur Pálsson. Markmið verkefnisins er að ljúka ákveðnum áföngum
í þróun hugbúnaðarins Snarps.
Arctic Services: 3.000.000,- krónur. Forsvarsaðili: Slippurinn á Akureyri ehf. Samstarfsaðilar: Norlandair ehf., Arctic Maintenance ehf., Eimskip
Ísland ehf., Rafeyri ehf., Hafnarsamlag Norðurlands og Akureyrarbær. Verkefnisstjóri: Elva Gunnlaugsdóttir. Markmið verkefnisins er að auka umsvif eyfirskra
fyrirtækja í þjónustu við Grænland.
Einangrun og vinnsla Astaxanthin: 3.000.000,- krónur. Forsvarsaðili: Primex ehf. Samstarfsaðilar: Matís, Háskólinn á Akureyri og Rammi
hf. Verkefnisstjóri: Einar Matthíasson. Markmið verkefnisins er að þróa skiljuferli sem þarf til að einangra og vinna Astaxanthin sem fellur til í
frárennslisvökvum við vinnslu í kítósanverksmiðju Primex.
Tækifæri Íslands á Norðurslóðum: 2.000.000,- krónur. Forsvarsaðili: Norðurslóðagáttin ehf.
Samstarfsaðilar: Rannsóknar og þjónustumiðstöð Háskólans á Akureyri og Norlandair ehf. Verkefnisstjóri: Halldór
Jóhannsson. Markmið verkefnisins er að taka saman, vinna úr og miðla upplýsingum sem varða samgöngur, mannvirki og auðlindanýtingu á
Norðurslóðum.
Úrvinnsla úr fiskroði: 2.000.000,- krónur. Forsvarsaðili: Erlent ehf. Samstarfsaðilar: O. Jakobsson ehf. og Northcoast Seafoods Ltd.
Verkefnisstjóri: Þorsteinn Már Aðalsteinsson. Markmið verkefnisins er að undirbúa framleiðslu fyrir vörur úr fiskroði sem hugsaðar eru
sem gæludýrafóður.
Áætlunarflug frá Akureyri til Austurstrandar Grænlands (Constable Point): 1.800.000,- krónur. Forsvarsaðili: Norlandair ehf.
Samstarfsaðilar: Ferðaskrifstofan Nonni ehf. og Tangent Expeditions Ltd. Verkefnisstjóri: Arnar Friðriksson. Markmið verkefnisins er m.a. að tryggja reglulegar
samgöngur á milli austurstrandar Grænlands og Akureyrar.
Beint flug 2013: 600.000,- krónur. Forsvarsaðili: Ferðaskrifstofan Nonni ehf. Samstarfsaðilar: Markaðsstofa Norðurlands, Adria Airways, Turisticna
Agencija Oskar, Potovanja Pisanec, Potovanja Trud. Verkefnisstjóri: Helena Dejek. Markmið verkefnisins er að kynna Akureyri sem áhugaverðan áfangastað
í beinu flugi frá Suðaustur Evrópu og hrinda tveimur flugum í framkvæmd snemma sumars 2013.