Styrkveitingar úr Vaxtarsamningi Eyjafjarðar

Nýverið var úthlutað styrkjum úr Vaxtarsamningi Eyjafjarðar til átta verkefna. Heildarupphæð úthlutunarinnar nam 19 milljónum króna. Þetta er síðasta úthlutun ársins, en alls hafa verið veitt styrkloforð til 17 verkefna á árinu upp á samtals 48.550.000 krónur.

Þau verkefni sem hlutu vilyrði um styrk að þessu sinni eru:

Vetrarparadís Norðurlands: 3.500.000,- krónur. Forsvarsaðili: Markaðsstofa Norðurlands. Samstarfsaðilar: N4 framleiðsla og N4 sjónvarp. Aðild að Markaðsstofunni eiga jafnframt 19 sveitarfélög á Norðurlandi auk tengdra aðila á vegum þeirra og 130 einkafyrirtæki. Verkefnisstjóri: Arnheiður Jóhannsdóttir. Markmið verkefnisins er framleiða kynningarefni/kvikmyndir fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi með áherslu á veturinn.

Snarpur: 3.100.000,- krónur. Forsvarsaðili: Páll Tryggvason ehf. Samstarfsaðilar: Stefna ehf., Aseba á Íslandi sf. og Sjúkrahúsið á Akureyri. Verkefnisstjóri: Orri Gautur Pálsson. Markmið verkefnisins er að ljúka ákveðnum áföngum í þróun hugbúnaðarins Snarps.

Arctic Services: 3.000.000,- krónur. Forsvarsaðili: Slippurinn á Akureyri ehf. Samstarfsaðilar: Norlandair ehf., Arctic Maintenance ehf., Eimskip Ísland ehf., Rafeyri ehf., Hafnarsamlag Norðurlands og Akureyrarbær. Verkefnisstjóri: Elva Gunnlaugsdóttir. Markmið verkefnisins er að auka umsvif eyfirskra fyrirtækja í þjónustu við Grænland.

Einangrun og vinnsla Astaxanthin: 3.000.000,- krónur. Forsvarsaðili: Primex ehf. Samstarfsaðilar: Matís, Háskólinn á Akureyri og Rammi hf. Verkefnisstjóri: Einar Matthíasson. Markmið verkefnisins er að þróa skiljuferli sem þarf til að einangra og vinna Astaxanthin sem fellur til í frárennslisvökvum við vinnslu í kítósanverksmiðju Primex.

Tækifæri Íslands á Norðurslóðum: 2.000.000,- krónur. Forsvarsaðili: Norðurslóðagáttin ehf. Samstarfsaðilar: Rannsóknar og þjónustumiðstöð Háskólans á Akureyri og Norlandair ehf. Verkefnisstjóri: Halldór Jóhannsson. Markmið verkefnisins er að taka saman, vinna úr og miðla upplýsingum sem varða samgöngur, mannvirki og auðlindanýtingu á Norðurslóðum.

Úrvinnsla úr fiskroði: 2.000.000,- krónur. Forsvarsaðili: Erlent ehf. Samstarfsaðilar: O. Jakobsson ehf. og Northcoast Seafoods Ltd. Verkefnisstjóri: Þorsteinn Már Aðalsteinsson. Markmið verkefnisins er að undirbúa framleiðslu fyrir vörur úr fiskroði sem hugsaðar eru sem gæludýrafóður.

Áætlunarflug frá Akureyri til Austurstrandar Grænlands (Constable Point): 1.800.000,-  krónur. Forsvarsaðili: Norlandair ehf. Samstarfsaðilar: Ferðaskrifstofan Nonni ehf. og Tangent Expeditions Ltd. Verkefnisstjóri: Arnar Friðriksson. Markmið verkefnisins er m.a. að tryggja reglulegar samgöngur á milli austurstrandar Grænlands og Akureyrar.

Beint flug 2013: 600.000,- krónur. Forsvarsaðili: Ferðaskrifstofan Nonni ehf. Samstarfsaðilar: Markaðsstofa Norðurlands, Adria Airways, Turisticna Agencija Oskar, Potovanja Pisanec,  Potovanja Trud. Verkefnisstjóri: Helena Dejek. Markmið verkefnisins er að kynna Akureyri sem áhugaverðan áfangastað í beinu flugi frá Suðaustur Evrópu og hrinda tveimur flugum í framkvæmd snemma sumars 2013.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan