Akureyri í Útsvari í kvöld

Lið Akureyrar mætir liði Ísafjarðarbæjar í 16-liða úrslitum Útsvars, spurningakeppni sveitarfélaganna, í Sjónvarpinu í kvöld. Sem fyrr skipa þau Hjálmar Stefán Brynjólfsson, Hildur Eir Bolladóttir og Sigurður Erlingsson lið Akureyrar en þau sigruðu síðast lið Hveragerðis glæsilega, 113-59.

Í liði Ísafjarðarbæjar eru þau Jóhann Sigurjónsson, Sunna Dís Másdóttir og Pétur Magnússon. Bein útsending frá keppninni hefst í Sjónvarpinu klukkan 20.30 í kvöld.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan