Skötuveisla við Torfunefsbryggju

Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Árleg skötuveisla um borð í Húna II var haldin á mánudags- og þriðjudagskvöld og var þétt setinn bekkurinn. Það er Hollvinafélag Húna sem stendur fyrir þessum samkomum sem hafa mælst afar vel fyrir, enda stemningin einstök um borð í eikarbátnum þar sem hann liggur bundinn við Torfunefsbryggju.

Húni II er 130 tonna eikarbátur, smíðaður í skipasmíðastöð KEA á Akureyri árið 1963. Hollvinir Húna II sjá um reksturinn. Húni II er eini eikarbáturinn, óbreyttur af þessari stærð, sem nú er til á Íslandi. Húni II var gerður út til fiskveiða í 30 ár og er áætlað að samanlögð veiði hafi verið um 32.000 tonn. Árið 1994 var hann tekinn af skipaskrá og ákvörðun tekin um að eyða honum á næstu áramótabrennu. Húni II var skráður aftur á skipaskrá árið 1995 og í nokkur ár gerður út sem hvalaskoðunarbátur, fyrst frá Skagaströnd en síðar frá Hafnarfirði.

Meðfylgjandi myndir tók Ragnar Hólm mánudagskvöldið 17. desember. Smellið á myndirnar til að sjá stærri útgáfur og fletta á milli þeirra.

Skötuveisla um borð í Húna II. Skötuveisla um borð í Húna II. Skötuveisla um borð í Húna II. Skötuveisla um borð í Húna II. Skötuveisla um borð í Húna II. Skötuveisla um borð í Húna II.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan