Kynningarfundur vegna vinnu við deiliskipulag fyrir Drottningarbrautarreit verður haldinn fimmtudaginn 2. Febrúar kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal Ráðhússins, Geislagötu 9, 4. hæð. Reiturinn sem um ræðir afmarkast af Kaupvangsstræti, Drottningarbraut, Austurbrú og Hafnarstræti.
Nr. 76/2012 auglýsing um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað - Hafnarsvæði í Krossanesi, Krossanes 4 og Krossaneshagi B áfangi. Breyting á deiliskipulögum
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkti þann 20. desember 2011, í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftirfarandi deiliskipulagsbreytingar.
Nr. 13/2012 auglýsing um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað - Deiliskipulagið Dalsbraut, frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 6.desember 2011 í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulag fyrir Dalsbraut, frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut.
Nr. 1116/2010 Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi, Torfunefs, Strandgata
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 22. nóvember 2011 í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Torfunef, Strandgötu, Akureyri.