Drottningarbrautarreitur - Íbúafundur

Kynningarfundur vegna vinnu við deiliskipulag fyrir Drottningarbrautarreit verður haldinn fimmtudaginn 2. Febrúar kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal Ráðhússins, Geislagötu 9, 4. hæð. Reiturinn sem um ræðir afmarkast af Kaupvangsstræti, Drottningarbraut, Austurbrú og Hafnarstræti.

Íbúar eru hvattir til að mæta og kynna sér skipulagið en frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út 7. febrúar næstkomandi.

Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan