Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi skv. skipulagslögum nr. 123/2010.
Svæðið sem deiliskipulagið nær til afmarkast af Drottningarbraut í austri, Kaupvangsstræti í norðri, lóð
Akureyrarkirkju og Eyrarlandsvegi í vestri og lóðarmörkum Hafnarstrætis 65 og Austurbrú í suðri.
Í tillögunni er gert ráð fyrir blandaðri byggð íbúða, verslunar, þjónustu og stofnana. Nýjar
íbúðir verða meðfram Drottningarbraut og við Hafnarstræti. Einnig er gert ráð fyrir hótelbyggingu syðst á reitnum og nýrri
aðkomugötu, húsagötu, samsíða Drottningarbraut.
Tillöguuppdráttur, greinargerð, hljóðskýrsla og breytingaruppdráttur af samþykktu deiliskipulagi miðbæjarins
mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 28. desember 2011 til 7. febrúar 2012, svo að þeir
sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir.
Greinargerð
Skipulagsuppdráttur
Breytingaruppdráttur
Módel
Kynning - myndefni
Hljóðskýrsla
Hljóðskýrsla - kort 1
Hljóðskýrsla - kort 2
Hljóðskýrsla - kort 3
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 7. febrúar 2012 og skal athugasemdum skilað skriflega til
skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð, og/eða í tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang
sendanda kemur fram.
F.h. Akureyrarkaupstaðar,
Arnar Birgir Ólafsson, verkefnastjóri skipulagsmála.