Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr.
123/2010.
Í tillögunni er gert ráð fyrir nýrri háspennulínu, Blöndulínu 3, tengivirki við Kífsá og
háspennustrengjum að tengivirki á Rangárvöllum og þaðan að Krossanesi.
Tillöguuppdráttur með greinargerð og umhverfisskýrslu mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar,
Geislagötu 9, 1. hæð, frá 1. febrúar til 15. mars 2012, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana
athugasemdir.
Flutningslínur raforku og tengivirki við Kífsá
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16.00 fimmtudaginn 15. mars 2012 og skal athugasemdum skilað skriflega til
skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð, og/eða í tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang
sendanda kemur fram.
F.h. Akureyrarkaupstaðar,
Arnar Birgir Ólafsson, verkefnastjóri skipulagsmála.