Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 6.desember 2011 í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulag fyrir
Dalsbraut, frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut.
Deiliskipulagið felur í sér að tengibrautin Dalsbraut heldur áfram frá núverandi aðkomuvegi Lundarskóla, þveri Skógarlund og
tengist Miðhúsabraut um núverandi hringtorg við Kjarnagötu. Lenging Dalsbrautar er um 800 metrar en í tillögunni er einnig gert ráð fyrir
jarðvegsmönum, gönguljósum og göngu- og hjólreiðastígum.
Með auglýsingu þessari falla jafnframt úr gildi tvö eldri deiliskipulög innan skipulagssvæðisins ásamt síðari breytingum. Þau
eru eftirfarandi:
Grenilundur (Kjarrlundur og Barrlundur), uppdráttur samþykktur af Skipulagsstjóra ríkisins 5. ágúst 1993.
Þrastarlundur, greinargerð og uppdráttur samþykktur af Skipulagsstjóra ríkisins 12. september 1995.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 37.-42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eins og skipulagslög mæla fyrir um og öðlast
hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar,
Arnar Birgir Ólafsson, verkefnastjóri skipulagsmála