Hólmatún 1-3 og 5-9

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í tillögunni er gert ráð fyrir að húsagerðir breytist. Það deiliskipulag sem nú er í gildi fyrir þessa reiti gerir ráð fyrir tveggja hæða verslunar- og þjónustuhúsi ásamt kjallara og fjögurra hæða fjölbýlishúsi með 25-30 íbúðum ásamt bílakjallara. Í þeirri tillögu sem nú er auglýst verður gert ráð fyrir fimm tveggja hæða fjölbýlishúsum, hvert með fjórum íbúðum, alls 20 íbúðir.

Tillöguuppdráttur með greinargerð og skýringaruppdráttur munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 29. febrúar til 11. apríl 2012, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir.

Hólmatún 1-3 og 5-9 - skipulagsuppdráttur

Hólmatún 1-3 og 5-9 - skýringaruppdráttur

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 þann 11. apríl 2012 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð, og/eða í tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.

F.h. Akureyrarkaupstaðar,

Arnar Birgir Ólafsson, verkefnastjóri skipulagsmála.

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan