Um þessar mundir er unnið að breytingum á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 fyrir Hrísey í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur lagt fram til kynningar skipulags- og matslýsingu á verkefninu. Þar koma m.a. fram hvaða áherslur eru
ráðandi í skipulagsvinnunni og upplýsingar um umhverfismat, forsendur og fyrirliggjandi stefnu. Þá er fyrirhuguðu skipulagsferli lýst og hvernig
kynningu og samráði verður háttað gagnvart íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum.
Skipulags- og matslýsingin mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, svo að þeir sem þess
óska geti kynnt sér gögnin og komið með ábendingar.
Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar - Hrísey. Skipulags- og matslýsing
Þeim sem vilja koma ábendingum til skipulagsnefndar er bent á að skila þeim skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3.
hæð, og/eða í tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.
F.h. Akureyrarkaupstaðar,
Arnar Birgir Ólafsson, verkefnastjóri skipulagsmála.