Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Svæðið sem deiliskipulagsbreytingin nær til er ein lóð sem liggur norðan Hlíðafjallsvegar, austan Síðubrautar, vestan Rangárvalla og
sunnan Liljulundar.
Skipulagsuppdráttur
Skýringaruppdráttur
Greinargerð
Í tillögunni er gert ráð fyrir að gatnatengingu frá Hlíðarfjallsvegi verði hliðrað um 28 m til austurs og að jarðvegsmön
verði komið upp á lóðarmörkum að vestan meðfram Síðubraut og vestast á lóðarmörkum að sunnan meðfram
Hlíðarfjallsvegi. Þá verða byggingarreitir sameinaðir og stækkaðir í einn byggingarreit til að mæta breytingum á sviði
endurvinnsluiðnaðar og væntanlegri þörf fyrir frekari byggingar og mannvirki á lóðinni.
Tillöguuppdráttur ásamt skýringaruppdrætti og greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1.
hæð, frá 15. febrúar til 28. mars 2012, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 þann 28. mars 2012 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar
Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð, og/eða í tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur
fram.
F.h. Akureyrarkaupstaðar,
Arnar Birgir Ólafsson, verkefnastjóri skipulagsmála.