Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Meirihluti L-lista, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks við undirritun og kynningu á málefnasamningnum.

Málefnasamningur nýs meirihluta kynntur

Málefnasamningur nýs meirihluta á Akureyri, L-listans, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks kjörtímabilið 2022-2026 var kynntur á kaffihúsinu LYST í Lystigarðinum á Akureyri í dag.
Lesa fréttina Málefnasamningur nýs meirihluta kynntur
Mundu að velja Akureyri

Mundu að velja Akureyri

Mjög góð reynsla er af nýju bílastæðakerfi á Akureyri og velja um 86% þeirra sem leggja á miðbæjarsvæðinu að nota smáforrit. Helstu mistök sem fólk gerir er að velja í fljótfærni gjaldsvæði í Reykjavík og að skrá ekki rétt bílnúmer í forritið.
Lesa fréttina Mundu að velja Akureyri
Myndir: Skapti Hallgrímsson / Akureyri.net.

Farþegaþota NiceAir komin til heimahafnar

Það var söguleg stund þegar Airbus 319 farþegaþota NiceAir lenti á Akureyrarflugvelli í gær. Eliza Reid forsetafrú gaf vélinni nafnið Súlur við hátíðlega athöfn. Eliza flutti ávarp og sömuleiðis Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri.
Lesa fréttina Farþegaþota NiceAir komin til heimahafnar
Skilaboð um hreinsun gatna

Skilaboð um hreinsun gatna

Ákveðið hefur verið að umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar noti smáskilaboð (SMS) þegar koma þarf upplýsingum um götusópun eða snjómokstur til íbúa við tilteknar götur eða til íbúa heilla hverfa.
Lesa fréttina Skilaboð um hreinsun gatna
Þátttakendur í búningum listvinnustofunnar. Mynd: Almar Alfreðsson.

Furðudýr barnanna í Listasafninu

Um síðustu helgi fór fram þriðja og síðasta listvinnustofa verkefnisins Allt til enda - listvinnustofur barna.
Lesa fréttina Furðudýr barnanna í Listasafninu
Egill Andrason verður með performatíska tónleika í Listasafninu á Akureyri á Listasumri 2022.

Það styttist í Listasumar! Skráning hafin í listasmiðjur

Listasumar byrjar mun fyrr en vanalega í ár en það verður sett 11. júní og lýkur 23. júlí.
Lesa fréttina Það styttist í Listasumar! Skráning hafin í listasmiðjur
Mynd: María Helena Tryggvadóttir.

Samvinna eftir skilnað - barnanna vegna

Velferðarsvið Akureyrarbæjar býður foreldrum upp á nýja þjónustu í formi námskeiðs undir yfirskriftinni Samvinna eftir skilnað - barnanna vegna. Námskeiðin eru fyrir alla foreldra sem eru að skilja, hafa skilið eða íhuga að skilja, en þar er fjallað ítarlega um áhrif skilnaðar á fjölskylduna. Þjónustan stendur öllum íbúum bæjarins til boða og er þeim að kostnaðarlausu. Það er ekki skilyrði að foreldrar nýti sér þessa þjónustu saman.
Lesa fréttina Samvinna eftir skilnað - barnanna vegna
Ungmennaráðið með Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra.

Ungmennaráð fundar með ráðherra og frambjóðendum

Ungmennaráð Akureyrar hefur nýverið fundað bæði með mennta- og barnamálaráðherra og framboðum til sveitarstjórnar fyrir komandi kosningar.
Lesa fréttina Ungmennaráð fundar með ráðherra og frambjóðendum
Hluti Krossanesbrautar lokaður út vikuna

Hluti Krossanesbrautar lokaður út vikuna

Vegna framkvæmda við gatnagerð og lagnir í Holtahverfi, er lokað fyrir umferð um Krossanesbraut á milli Hlíðarbrautar og Þverholts. Vonir standa til að opnað verði aftur fyrir næstu helgi.
Lesa fréttina Hluti Krossanesbrautar lokaður út vikuna
Hulduheimar Kot sem áður hét Holtakot. Mynd: Bjarki Brynjólfsson.

Innritun í leikskóla og til dagforeldra fyrir haustið 2022

Nú í byrjun maímánaðar hefur foreldrum langflestra barna sem fædd eru fyrir 31. ágúst 2021 verið boðið pláss fyrir þau í leikskólum bæjarins fyrir haustið 2022. Gera má ráð fyrir að alls verði rúmlega 980 nemendur í leikskólunum næsta vetur. Af þeim eru rúmlega 160 börn af yngsta árgangi leikskólabarna.
Lesa fréttina Innritun í leikskóla og til dagforeldra fyrir haustið 2022
Verkmenntaskólinn á Akureyri.

Sveitarstjórnarkosningar 14. maí nk.

Almennar sveitarstjórnarkosningar fara fram 14. maí 2022. Níu listar bjóða fram í Akureyrarbæ.
Lesa fréttina Sveitarstjórnarkosningar 14. maí nk.