Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Endurbygging á Torfunefsbryggju hafin

Endurbygging á Torfunefsbryggju hafin

Framkvæmdir eru nú hafnar við Torfunefsbryggju þar sem að ætlunin er að stækka bryggjuna og markmiðið er að byggja upp aðlaðandi svæði þar sem að fólk getur komið saman og notið þess að vera í nálægð við hafið.
Lesa fréttina Endurbygging á Torfunefsbryggju hafin
Gunnar og Kamilla leiðbeina Ungskáldum 2022

Gunnar og Kamilla leiðbeina Ungskáldum 2022

Rithöfundarnir Gunnar Helgason og Kamilla Einarsdóttir eru leiðbeinendur í ritlistasmiðju Ungskálda 2022 sem haldin verður í Verkmenntaskólanum á Akureyri laugardaginn 15. október. Hér er komið tilvalið tækifæri fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára með áhuga á ritlist til að eflast og fræðast.
Lesa fréttina Gunnar og Kamilla leiðbeina Ungskáldum 2022
Nýr sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs

Nýr sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs

Kristín Jóhannesdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs Akureyrarbæjar.
Lesa fréttina Nýr sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs
Mynd: Kristófer Knutsen.

Uppáhaldssundlaug landsmanna

Sundlaug Akureyrar er ekki bara uppáhaldssundlaug Akureyringa, heldur Íslendinga allra. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Maskínu.
Lesa fréttina Uppáhaldssundlaug landsmanna
Skemman við Hlíðarskóla þar sem fer fram kennsla í hand- og myndmennt.

40 ára afmæli Hlíðarskóla

Hlíðarskóli fagnar 40 ára afmæli um þessar mundir og af því tilefni verður opið hús í skólanum fimmtudaginn 29. september frá klukkan 14-15.
Lesa fréttina 40 ára afmæli Hlíðarskóla
Oddeyrin fyrr í dag. Mynd: Andrés Rein Baldursson.

Veðrið og há sjávarstaða á Eyrinni

Neyðarstjórn Norðurorku kom saman fyrr í dag til að fara yfir stöðu mála í tengslum við veðrið sem gekk yfir svæðið fyrir hádegið. Farið var yfir ástand og virkni kerfa og mannafla á vettvangi.
Lesa fréttina Veðrið og há sjávarstaða á Eyrinni
Mynd: María Helena Tryggvadóttir.

Gleðistund í Grímsey

Grímsey skartaði sínu fegursta í gær þegar heimamenn og fjöldi gesta komu saman í nýrri Miðgarðakirkju sem nú er fokheld. Þess var minnst að ár var frá því að Miðgarðakirkja, sem reist var 1867, brann til grunna ásamt öllum kirkjumunum og því fagnað að ný kirkja er risin. Kvenfélagið Baugur, sem í sitja allar konur í eynni, bauð síðan til veislukaffis í félagsheimilinu Múla. Auk þess buðu forsvarsmenn hinnar nýju Grímseyjarlestar til útsýnis- og skoðunarferðar um eyjuna.
Lesa fréttina Gleðistund í Grímsey
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Framkvæmdaáætlun um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða

Norðurslóðanetið, fyrir hönd utanríkisráðuneytisins, boðar til opins vinnufundar 28. september nk. kl. 8.30–16.00 þar sem kynntar verða tillögur þemahópa vegna framkvæmdaáætlunar um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða. Tilgangur fundarins er að kalla eftir athugasemdum og endurgjöf og er þetta mikilvægur liður í að efla innlent samráð og samstarf um málefni norðurslóða. Jafnframt er þetta tækifæri fyrir sérfræðinga og hagsmunaaðila til að hafa áhrif á framtíð Íslands á norðurslóðum.
Lesa fréttina Framkvæmdaáætlun um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða
Kíktir þú á drögin að íbúasamráðsstefnu?

Kíktir þú á drögin að íbúasamráðsstefnu?

Frestur til að leggja fram ábendingar eða athugasemdir við drög að stefnu Akureyrarbæjar um íbúasamráð rennur út í dag.
Lesa fréttina Kíktir þú á drögin að íbúasamráðsstefnu?
Úr sýningunni

Efstu bekkir grunnskólans sáu "Góðan daginn, faggi"

Leikhópurinn Stertabenda, í samstarfi við Þjóðleikhúsið, sýndi leikritið "Góðan daginn, faggi" í Samkomuhúsinu á mánudag og þriðjudag. Öllum nemendum í 9. og 10. bekk grunnskólanna á Akureyri var boðið að sjá sýninguna án endurgjalds.
Lesa fréttina Efstu bekkir grunnskólans sáu "Góðan daginn, faggi"
Reiðhjólin eru góður kostur á bíllausa deginum. Mynd: María Helena Tryggvadóttir.

Bíllausi dagurinn er á morgun

Evrópska samgönguvikan stendur nú yfir og á morgun, fimmtudaginn 22. september, er bíllausi dagurinn. Markmiðið er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur, skilja einkabílinn eftir heima og nota í staðinn umhverfisvæna og heilsusamlega samgöngumáta. Á Akureyri eru kjöraðstæður til að skilja einkabílinn eftir heima enda eru vegalengdir stuttar og veður oftast gott.
Lesa fréttina Bíllausi dagurinn er á morgun