Hluti Krossanesbrautar lokaður út vikuna

Vegna framkvæmda við gatnagerð og lagnir í Holtahverfi, er lokað fyrir umferð um Krossanesbraut á milli Hlíðarbrautar og Þverholts.

Vonir standa til að opnað verði aftur fyrir næstu helgi.

Hjáleið verður um Undirhlíð, Hörgárbraut og Hlíðarbraut meðan á lokun stendur.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan