Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Hluti Skarðshlíðar lokaður

Hluti Skarðshlíðar lokaður

Skarðshlíð er lokuð frá Fosshlíð norður fyrir gatnamótin við Borgarhlíð. Íbúar við Borgarhlíð komast fram hjá lokuninni eftir hjáleið inn á bílastæði við Sunnuhlíð.
Lesa fréttina Hluti Skarðshlíðar lokaður
Mynd: Gyða Henningsdóttir.

Sólstöðuhátíðin í Grímsey

Um helgina verður haldin árleg Sólstöðuhátíð í Grímsey. Dagskráin einkennist af góðri samveru og fögnuði nú þegar birtu nýtur allan sólarhringinn.
Lesa fréttina Sólstöðuhátíðin í Grímsey
Fólkið sem sat undirbúningsfundinn um Bíladaga 2022. Mynd: Almar Alfreðsson.

Sýnum tillitssemi á Bíladögum

Fulltrúar frá Aflinu, Akureyrarbæ, Bílaklúbbi Akureyrar, lögreglu og tjaldsvæðunum á Hömrum og Hrafnagili, funduðu nýverið um Bíladaga 2022 sem hefjast fimmtudaginn 16. júní, og lýkur formlega með spólkeppni (Burnout) laugardaginn 18. júní.
Lesa fréttina Sýnum tillitssemi á Bíladögum
Iðandi líf í Listagilinu á Listasumri 2021. Mynd: Bjarki Freyr Brynjólfsson.

Listasumar hefst á morgun

Tónlistarmaðurinn Stebbi JAK mætir með kassagítarinn og fagnar upphafi Listasumars með tónleikum í Listasafninu á Akureyri á morgun laugardaginn 11. júní kl. 15. Upphaflega stóð til að Stebbi yrði utandyra en það spáir hressandi rigningu og því verða tónleikar hans færðir inn í Listasafnið.
Lesa fréttina Listasumar hefst á morgun
Mynd: Skapti Hallgrímsson / Akureyri.net.

Heimir Örn verður forseti bæjarstjórnar

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar Akureyrar var haldinn í gær. Á dagskrá voru fyrst og fremst hefðbundin fundarstörf á fyrsta bæjarstjórnarfundi, einkum kosningar í ráð og nefndir sveitarfélagsins. Samkvæmt venju var einnig lögð fram greinargerð kjörstjórnar vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí sl.
Lesa fréttina Heimir Örn verður forseti bæjarstjórnar
Meirihluti L-lista, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks við undirritun og kynningu á málefnasamningnum.

Málefnasamningur nýs meirihluta kynntur

Málefnasamningur nýs meirihluta á Akureyri, L-listans, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks kjörtímabilið 2022-2026 var kynntur á kaffihúsinu LYST í Lystigarðinum á Akureyri í dag.
Lesa fréttina Málefnasamningur nýs meirihluta kynntur