Gjaldskylda í bílastæði í miðbænum hefst 4. apríl
Frá og með mánudeginum 4. apríl verður skylt að greiða fyrir notkun bílastæða í miðbæ Akureyrar. Undanfarnar vikur hafa verið aðlögunartími þar sem fólki hefur gefist kostur á að kynna sér fyrirkomulagið og tileinka sér notkun smáforrita sem hægt er að nota þegar fólk leggur bílum sínum á fyrirfram skilgreindum svæðum í og við miðbæinn. Allar upplýsingar um breytt fyrirkomulag er að finna á vefsvæði Bifreiðastæðasjóðs.
29.03.2022 - 10:40
Almennt|Fréttir frá Akureyri
Lestrar 787