Breytingar verði gerðar á samþykkt um kattahald
Á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag var ákveðið að gera breytingar á samþykkt um kattahald í bænum á þann hátt að þeim tilmælum verði beint til eigenda dýranna að takmarka lausagöngu þeirra meðan á varptíma fugla stendur og að lausaganga katta verði ekki heimil að næturlagi frá og með næstu áramótum.
28.04.2022 - 12:43
Almennt|Fréttir frá Akureyri
Lestrar 266