Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Breytingar verði gerðar á samþykkt um kattahald

Breytingar verði gerðar á samþykkt um kattahald

Á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag var ákveðið að gera breytingar á samþykkt um kattahald í bænum á þann hátt að þeim tilmælum verði beint til eigenda dýranna að takmarka lausagöngu þeirra meðan á varptíma fugla stendur og að lausaganga katta verði ekki heimil að næturlagi frá og með næstu áramótum.
Lesa fréttina Breytingar verði gerðar á samþykkt um kattahald
Yfirlitsmynd úr tillögu Arkþings.

Tillaga Arkþings um skipulag Torfunefs hlaut 1. verðlaun

Tillaga Arkþings hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um nýtt skipulag Torfunefs en niðurstaða dómnefndar var kynnt fyrr í dag í húsnæði Hafnasamlags Norðurlands.
Lesa fréttina Tillaga Arkþings um skipulag Torfunefs hlaut 1. verðlaun
Fundur í bæjarstjórn 26. apríl

Fundur í bæjarstjórn 26. apríl

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar kemur saman til fundar þriðjudaginn 26. apríl kl. 16. Fundurinn verður haldinn í fundarsal á 1. hæð í Ráðhúsinu, Geislagötu 9, og er öllum opinn.
Lesa fréttina Fundur í bæjarstjórn 26. apríl
Ljósmynd: Óskar Wild Ingólfsson

Fjallkonan heitir hún og frítt í Hlíðarfjall eftir hádegi á laugardag

Fyrsta skóflustungan að nýrri stólalyftu í Hlíðarfjalli var tekin á Andrésar Andar leikunum árið 2018 og langþráð gangsetning hennar varð svo í vetur, gestum skíðasvæðisins til ómældrar gleði. Nú þegar loksins má halda Andrésarleikana á ný eftir tveggja ára hlé hefur verið ákveðið að nýja lyftan hljóti nafnið Fjallkonan.
Lesa fréttina Fjallkonan heitir hún og frítt í Hlíðarfjall eftir hádegi á laugardag
Kristján Edelstein, bæjarlistamaður Akureyrar 2022.

Kristján Edelstein er bæjarlistamaður Akureyrar 2022

Vorkoma Akureyrarbæjar var haldin í dag í netheimum. Veittar voru ýmsar viðurkenningar og tilkynnt að bæjarlistamaður Akureyrar árið 2022 er Kristján Edelstein tónlistarmaður.
Lesa fréttina Kristján Edelstein er bæjarlistamaður Akureyrar 2022
Mismununarbreytur sem mannréttindastefnan nær til.

Bæjarstjórn samþykkir mannréttindastefnu

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum þann 12. apríl síðast liðinn endurskoðaða mannréttindastefnu bæjarins. Stefnan sem tók fyrst gildi árið 2020 er fyrsta heilstæða stefnan sem sveitarfélagið setur fram á þessu sviði og nær fjölmargra mannréttinda en ekki einungis jafnréttis kynjanna og launajafnréttis eins og jafnréttisstefnur gerðu áður.
Lesa fréttina Bæjarstjórn samþykkir mannréttindastefnu
Sveitarstjórnarkosningar 2022 - kjörskrá

Sveitarstjórnarkosningar 2022 - kjörskrá

Sveitarstjórnarkosningar fara fram 14. maí næstkomandi. Kjörskrá Akureyrarbæjar liggur frammi til sýnis í Þjónustuveri Akureyrarbæjar að Geislagötu 9, 1. hæð, í Hríseyjarbúðinni í Hrísey og í búðinni í Grímsey frá 22. apríl til og með 13. maí á venjulegum opnunartíma.
Lesa fréttina Sveitarstjórnarkosningar 2022 - kjörskrá
Plokkdagurinn á Akureyri

Plokkdagurinn á Akureyri

Stóri plokkdagurinn verður haldinn næsta sunnudag, 24. apríl, og þá eru Akureyringar og landsmenn allir hvattir til að tína (plokka) rusl.
Lesa fréttina Plokkdagurinn á Akureyri
Mynd frá kosningar.is

Framboð til sveitarstjórnarkosninga 2022

Alls hafa níu framboðslistar verið samþykktir af Kjörstjórn Akureyrarbæjar vegna sveitarstjórnarkosninga 2022.
Lesa fréttina Framboð til sveitarstjórnarkosninga 2022
Starfsmenn vinnuskólans síðasta sumar fóru ekki varhluta af góða veðrinu.

Opnað fyrir umsóknir í Vinnuskólann

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um störf í Vinnuskóla Akureyrar fyrir ungmenni á aldrinum 14-17 ára sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði.
Lesa fréttina Opnað fyrir umsóknir í Vinnuskólann
Vetraráfangastaðurinn Akureyri frá sjónarhóli íbúa

Vetraráfangastaðurinn Akureyri frá sjónarhóli íbúa

Mikil ánægja var með framboð afþreyingar á svæðinu. Ekki var talið að ferðamenn kæmu í veg fyrir þátttöku íbúa í vetrarafþreyingu á svæðinu. Ljóst er þó að stundum koma álagspunktar þegar mikill fjöldi ferðafólks er í bænum og notendur afþreyingar og þjónustu mun fleiri en vanalega.
Lesa fréttina Vetraráfangastaðurinn Akureyri frá sjónarhóli íbúa